Suðurnesjamenn hlupu í skarðið

Útskálakirkja. Messu safnaðarins verður útvarpað á sunnudag.
Útskálakirkja. Messu safnaðarins verður útvarpað á sunnudag. mbl.is/Helgi Bjarnason

Útvarpsmessur hafa átt sinn fasta tíma klukkan 11 á sunnudagsmorgnum á Rás 1 á RÚV. Langoftast eru þær fluttar í beinni útsendingu. Undanfarin sjö sumur hefur sá háttur verið hafður á að taka fyrir fram upp messur sem fluttar eru yfir hásumarið.

Hljóðupptökubíll Ríkisútvarpsins hefur farið út á landsbyggðina og tekið upp messurnar. Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, hefur séð um skipulagið og Einar Sigurðsson hljóðmeistari séð um upptökur.

„Allt er breytingum háð. Kórónuveiran gerði margvíslegan usla sem öllum er kunnur. Það stóð til að taka upp ellefu messur í Austurlandsprófastsdæmi en veiran var snöggtum þéttari en Austfjarðaþokan og setti það strik í reikninginn svo að þeim upptökum varð að fresta um ár,“ segir í frétt á heimasíðu kirkjunnar.

Þess í stað hlupu Suðurnesjamenn í skarðið og voru hljóðritaðar fimm messur í Útskálakirkju í Garði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert