Gleðskapur til að verða níu í morgun

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í Vesturbæ Reykjavíkur vegna hávaða í gleðskap klukkan níu í morgun. 

Gestir yfirgáfu samkvæmið, enda eflaust löngu kominn háttatími fyrir flesta, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.

Aðrir voru hins vegar úthvíldir og byrjaðir í hávaðasömum framkvæmdum sem vöktu nágranna eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglu. Voru þeir beðnir að bíða með framkvæmdirnar svo nágrannar fengju svefnfrið.

mbl.is