Gömul vél Flugfélags Íslands hafnaði á hliðinni

Flugvélin var seld frá Flugfélagi Íslands fyrir árum síðan. Hún …
Flugvélin var seld frá Flugfélagi Íslands fyrir árum síðan. Hún er enn merkt félaginu. Ljósmynd/Aviation 2 Share

Gömul farþegaflugvél af gerðinni Fokker 50, sem var í eigu Flugfélags Íslands þar til fyrir nokkrum árum en er nú í eigu Buff Air, bilaði í miðri lendingu í Bardera í Sómalíu í dag. Enginn er sagður hafa meiðst en flugvélin endaði á hliðinni á flugbrautinni.

Talið er að aðalhjólastellið hægra megin hafi fallið saman með þeim afleiðingum að vængur og hreyfill höfnuðu í jörðinni. Flugvélin var að koma frá  Mogadishu, annarri borg í Sómalíu.

Flugvélin endaði á hliðinni.
Flugvélin endaði á hliðinni. Ljósmynd/Aviation 2 Share

Flugvélin er enn merkt Flugfélagi Íslands (sem nú er Air Iceland Connect), en allar Fokker 50-vélar félagsins voru seldar frá félaginu fyrir nokkrum árum. Buff Air hefur þó ekki leyft sér þann lúxus hingað til að merkja vélina upp á nýtt.

Árið 2017 lauk sögu Fokk­er 50-véla í eigu Flug­fé­lags Íslands en þær höfðu verið hjá fé­lag­inu frá 1992 og fyr­ir­renn­ar­ar þeirra, Fokk­er 27, frá því árið 1965. 

 

mbl.is