Grjóthrun í Esjunni

Þverfellshorn í Esjunni.
Þverfellshorn í Esjunni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Grjóthrun varð í Esjunni á ellefta tímanum í morgun og féllu stór grjót úr klettabeltinu austan við Þverfellshorn á beint á göngustíginn. Fylgdi þessu talsverðar drunur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að tvær konur hafi naumlega náð að forða sér undan skriðunni, sem hafi verið nokkuð stór.

Önnur konan hlaut smávægileg mieðsl, en skriðan féll á gönguleiðina sem er austar í Esjunni (lengri leiðin), frekar ofarlega, ofan við Mógilsá.

Lögreglan biður fólk sem hyggur á útivist í Esjunni að hafa sérstakan vara á sér og fara gætilega, því enn geti verið laust grjót á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert