Hitinn allt að 17 gráður sunnanlands

Búast má við fínasta veðri sunnanlands í dag og á …
Búast má við fínasta veðri sunnanlands í dag og á morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hæg norðlægt átt verður víðast hvar á landinu í dag, en bætir í vind á Norðurlandi eystra þegar líður á kvöldið. Skýjað verður með köflum um sunnanvert landið og jafnvel líkur á síðdegisskúrum. Jafnframt eru líkur á dálítilli vætu við norðausturströndina í kvöld. Norðanáttin ber með sér svalt loft og hiti norðanlands verður á bilinu 7 til 12°C, en sunnanlands mun hitinn verða allt að 17°C.

Samkvæmt spá Veðurstofunnar má búast við að á höfuðborgarsvæðinu verði hitinn á bilinu 12 til 17°C í dag.

Keimlík spá er fyrir morgundaginn. Norðanátt og skýjað veður, með dálítilli vætu norðantil en bjartviðri sunnanlands. Hiti verður á bilinu 6 til 16°C, hlýjast á Suðurlandi.

Veður á mbl.is

mbl.is