Komu konunni niður úr dalnum

Frá aðgerðum björgunarsveita.
Frá aðgerðum björgunarsveita. Ljósmynd/Aðsend

Björgunarsveitir í Árnessýslu komu konu sem slasaðist á fæti niður úr Reykjadal á sexhjólum. 

Björgunarsveitarfólk ásamt sjúkraflutningamönnum kom á vettvang um klukkan sex. 

Sjúkrabíll beið eftir konunni á bílastæðinu við Reykjadal. Talið er að hún sé ökklabrotin. 

Frá aðgerðum björgunarsveita.
Frá aðgerðum björgunarsveita. Ljósmynd/Aðsend
Frá aðgerðum björgunarsveita.
Frá aðgerðum björgunarsveita. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is