Allt að átján stiga hiti í dag

Eflaust munu einhverjir njóta sólarinnar í dag.
Eflaust munu einhverjir njóta sólarinnar í dag. mbl.is/Eggert

Bjartviðri og hiti að átján stigum verður á landinu vestanverðu í dag en skýjað að mestu norðan- og austanlands. Þar verður einnig lítilsháttar væta og fremur svalt en annars verður víðast bjartviðri á landinu í dag, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings og á vef Veðurstofu Íslands.

Í nótt hefur verið allhvass vindur við norðausturströndina sem og syðst á austfjörðum og austan Öræfa en draga fer úr vindi er líður að hádegi og verður fremur hæg breytileg átt á landinu það sem eftir lifir dags. 

Á morgun snýst svo í hæga vestlæga átt sem verður ráðandi á landinu næstu daga. Bjart verður með köflum, en líkur á síðdegisskúrum víða um landið, einkum sunnanlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert