Gul viðvörun á Suðausturlandi

Viðvörunin tók gildi á miðnætti og gildir fram til hádegis.
Viðvörunin tók gildi á miðnætti og gildir fram til hádegis. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Búast má við snörpum vindhviðum austan Öræfa fram til hádegis í dag, staðbundið yfir 25 metrum á sekúndu, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.

Vindhviðurnar geta skapað hættu fyrir vegfarendur með aftanívagna og þá sem aka ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert