Miklar umferðartafir á Kjalarnesi

Frá framkvæmdunum í dag.
Frá framkvæmdunum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Miklar umferðartafir eru á Kjalarnesi vegna malbikunarframkvæmda og umferð er handstýrt og geta liðið um það bil 20 mínútur á milli þess að skipt er um stefnu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Er vegfarendum bent á hjáleið um Mosfellsheiði, Kjósarskarð og Hvalfjörð. 

Þá er tekið fram, að hin akreinin verði malbikuð á morgun, þriðjudaginn 7. júlí, og þá megi einnig reikna með töfum.

mbl.is