Sækja meira heitt vatn frá Hjalteyri

Orkuöryggi á Akureyri eykst til mikilla muna með lögninni nýju.
Orkuöryggi á Akureyri eykst til mikilla muna með lögninni nýju. mbl.is/Þorgeir

„Orkuöflun og afhendingaröryggi hitaveitunnar verður traustara með þessum framkvæmdum,“ segir Anton Benjamínsson verkefnisstjóri hjá Norðurorku.

Á vegum fyrirtækisins er nú unnið að uppsetningu nýrrar aðveituæðar frá Hjalteyri inn til Akureyrar. Verkið er tekið í áföngum og eftir því sem fram vindur er nýja lögnin tengd við þá sem fyrir er. Sú flytur um 160 l/sek af heitu vatni, en með viðbótinni verður flutningsgetan ríflega þreföld miðað við hvað nú er. Lögnin er að nálgast Skjaldarvík, skammt norðan við Akureyri, og fer á leiðinni þangað meðal annars undir ósa Hörgár.

Mikil þörf er fyrir meira af heitu vatni á Akureyri, jafnhliða uppbyggingu og íbúafjölgun þar. Borholur á Hjalteyri leysa úr þeim vanda, en fram undan er að þar verði smíðuð ný dælustöð, loftskilja og annar tilheyrandi búnaður. Það er verkefni næsta árs en öll nýja Hjalteyrarlögnin til Akureyrar, sem verður alls um 20 kílómetrar, verður fullgerð eftir um tvö ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert