Þrjú smit í metfjölda sýna

Þrjú smit greindust á landamærunum í gær og enn er verið að kanna hvort þau séu virk. Öll landamærasmitin dagana tvo á undan höfðu reynst vera gömul og óvirk. Á sama tíma var enn slegið met í fjölda skimana við landamærin og voru þau 1.941, samanborið við gamla metið daginn á undan, 1.799.

Enginn innanlands greindist með kórónuveiruna í gær, en sýnin voru örfá á sunnudegi, 23 hjá Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Eins og komið hefur fram hefur hér um bil verið náð utan um þann hóp sem lenti í sóttkví vegna innanlandssmitanna í þarsíðustu viku og hann verið skimaður.

Enn fækkar í sóttkví, þar eru nú 267. Staðfest smit á landinu eru samtals orðin 1.866 en 16 eru í einangrun vegna veirunnar. Samtals hafa 22.946 sýni verið tekin á landamærunum, þar af 1.941 í gær, sem ofan greinir. Þolmörkin eru sögð vera 2.000 sýni á dag.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert