Ákærður fyrir að nauðga fjórum konum

Málið hefur verið þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness.
Málið hefur verið þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness. mbl.isÓmar Óskarsson

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir að nauðga fjórum konum sem hann veitti líkamsmeðhöndlun vegna stoðkerfisvandamála á árunum milli 2007 til 2017. Fréttablaðið greinir frá þessu á forsíðu sinni í dag.

Rannsókn málsins hófst fyrir rúmum tveimur árum en í október 2018 ræddi Fréttablaðið við Sigrúnu Jóhannsdóttur lögmann og réttargæslumann nokkurra kvenna sem höfðu lagt fram kærur á hendur manninum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kærðu á annan tug kvenna manninn til lögreglu fyrir kynferðisbrot.

Mál fjögurra kvenna hafa leitt til ákæru og er maðurinn ákærður fyrir nauðgun í tilvikum þeirra allra. Meðan á rannsókn lögreglu stóð voru dómkvaddir tveir sjúkranuddarar til að meta hvort og þá að hvaða marki háttsemi hans samræmist viðurkenndum aðferðum í nuddfræðum.

Í skýrslum nokkurra kvennanna sem sökuðu manninn um kynferðisbrot kom fram að maðurinn hafi í einhverjum tilvikum meðhöndlað stoðkerfisvanda í gegnum leggöng þeirra, óháð því á hvaða svæðum líkamans þær kenndu sér meins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert