Blanda fer á yfirfall í júlímánuði

Veiðimenn fylgjast spenntir með litnum á Blöndu þessa dagana.
Veiðimenn fylgjast spenntir með litnum á Blöndu þessa dagana. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Hægst hefur á hækkun vatnsyfirborð Blöndulóns vegna kólnandi veðurfars á hálendinu Það og keyrsla Landsvirkjunar á Blönduvirkjun gerir það að verkum að Blöndulón fer væntanlega ekki á yfirfall fyrr en seinni hluta mánaðarins eða undir mánaðamót. Þegar jökulvatnið nær inn í ána litast hún og erfitt getur orðið að veiða.

Vatnið í Blöndulóni hækkaði hratt í júnímánuði, hraðar en lengi hefur sést. Var vatnsyfirborð hennar komið í rúmlega 477 metra yfir sjó og með sama áframhaldi hefði vatnið farið að flæða yfir Blöndustíflu nú í fyrrihluta mánaðarins en stíflan er í 478 metra hæð yfir sjávarmáli.

Veiðimenn, leigutakar og landeigendur höfðu af þessu áhyggjur enda verður áin illveiðanleg þegar jökulvatnið flæðir yfir. Við það hækkar venjulega í Blöndu og hún litast. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag bendir Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar,  á að með rekstri Blöndustöðvar hafi Blanda breyst til hins betra sem veiðiá.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert