Dýrið fær athygli víða um heim

Hin sænska Noomi Rapace fer með aðalhlutverkið.
Hin sænska Noomi Rapace fer með aðalhlutverkið.

Íslenska kvikmyndin Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson hefur fengið verðskuldaða athygli innanlands sem utan og hefur kvikmyndadreifingaraðilinn New Europe Film Sales landað samningum við fjölda Evrópuríkja, þar sem myndinni verður dreift.

Á meðal þeirra eru Pólland, Þýskaland, Danmörk, Litháen og Ungverjaland, svo fáein ríki séu nefnd. 

Hægt er að segja að myndin hafi einnig vakið athygli vestanhafs þar sem bandaríski afþreyingarmiðillinn Variety gerði henni góð skil í nýlegri umfjöllun, í tilefni af velgengni hennar í Evrópu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert