Ekki stóð til boða að gera skriflegan samning

Frá upplýsingafundi almannavarna í dag.
Frá upplýsingafundi almannavarna í dag. Ljósmynd/Lögreglan

Þegar tekin var ákvörðun um að opna landamæri Íslands um miðjan maí var strax ljóst að stjórnvöld og veirufræðideild Landspítalans gæti ekki staðið undir landamæraskimun. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hafi því ákveðið að fyrirtækið tæki þátt í landamæraskimun. 

Þetta kom fram í máli Páls Þórhallssonar, verkefnastjóra hjá forsætisráðuneytinu, á upplýsingafundi almannavarna í dag. 

Páll segir það auðvitað óvenjulegt að ekki hafi verið gerður skriflegur samningur við Íslenska erfðagreiningu um aðkomu fyrirtækisins að landamæraskimun, „en það má velta fyrir sér um hvað nákvæmlega sá samningur ætti að vera.“ Samkomulag við ÍE snerist í grófum dráttum um að hjálpast að við að koma landamæraskimun á laggirnar. Hann segir að ekki hafi staðið til boða að gera skriflegan samning við ÍE. 

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á fundinum að gerður hafi verið skriflegur vinnslusamningur milli ÍE og veirufræðideildar Landspítalans þegar ÍE hóf upphaflega að skima. Fyrirtækið hafi því unnið með sóttvarnalækni samkvæmt lögum og ekki þótti ástæða til að gera annan samning um landamæraskimun. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert