Eldur komst í klæðningu tveggja fjölbýlishúsa

Slökkviliðið náði að ráða niðurlögum eldsins áður en hann gerði …
Slökkviliðið náði að ráða niðurlögum eldsins áður en hann gerði meiri skaða. Ljósmynd/Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað út klukkan 22:40 í kvöld eftir að eldur, sem virðist hafa átt upptök sín í sorpgeymslu, komst í klæðningu tveggja þriggja hæða fjölbýlishúsa á Skólabraut á Akranesi. Allir íbúar komust út af sjálfsdáðum og engum varð meint af.

„Mér sýnist þetta hafa verið upphaflega í sorpgeymslu og eldurinn læsti sig læsti sig upp eftir klæðningunni en við náðum að koma í veg fyrir að hann færi lengra,“ segir Jens Ragnarsson, slökkviliðsstjóri hjá slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar, í samtali við mbl.is.

„Klæðningin skemmdist og klæðningin á húsinu við hliðina á skemmdist. En fólk kom sér út og auðvitað er alltaf einhver hætta en þetta fór mjög vel og allir komust út af sjálfsdáðum,“ segir Jens einnig og segir eldinn hafa verið þó nokkuð mikinn.

Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð og tók á móti þeim sem fengu ekki gistingu annars staðar en flestir fengu þó inni hjá vinum eða ættingjum segir Jens.

Ljósmynd/Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar
Ljósmynd/Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert