Enginn skriflegur samningur við ÍE

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fram kom á upplýsingafundi almannavarna í dag að enginn skriflegur samningur hafi verið gerður við Íslenska erfðagreiningu um skimun við landamærin. 

Íslensk erfðagreining tilkynnti í gær að þætti fyrirtækisins í skimun á kórónuveirunni væri lokið eftir 13. júlí. Áður hafði verið gert ráð fyrir því að ÍE sæi um skimun að minnsta kosti út júlí. 

Þórólfur segir að skriflegur samningur hafi ekki verið gerður, en að samkomulagið hafi verið „handsalað“. Hann segir ákvörðun ÍE hafa komið á óvart, enda hafi verið talað um áframhaldandi aðkomu ÍE út júlí. 

Blaðamannafundur almannavarna. Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason, Alma Möller og Páll …
Blaðamannafundur almannavarna. Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason, Alma Möller og Páll Þórhallsson. mbl.is/Arnþór

Alma Möller landlæknir segir að skoðað verður hvort að hægt sé að taka sýni úr ferðamönnum sem hingað koma með Norrænu í Færeyjum frekar en hér á landi. 

mbl.is