Fjöldi sækir ylströndina heim

Sólbað. Íslendingar eru ekki lengi að leggja leið sína á …
Sólbað. Íslendingar eru ekki lengi að leggja leið sína á ylströndina þegar sú gula lætur sjá sig. Margir nutu vel. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Margir hafa lagt leið sína til Nauthólsvíkur á góðviðrisdögum að undanförnu og var síðastliðinn sunnudagur engin undantekning. Óttarr Hrafnkelsson, deildarstjóri ylstrandarinnar, segir að aðsóknin sé ávallt góð þegar sólin skín.

„Þetta er samt sem áður bara Ísland, ekki alveg eins og á Tenerife. Manni verður kannski kalt þegar líður á,“ segir hann. Fólk stoppi því gjarnan og baði sig í sólinni í einn til tvo klukkutíma, en þegar margt er getur fjöldinn farið upp í 4.000 manns.

„Það er náttúrlega mjög mikið að gera hjá okkur á vorin, þegar grunnskólanemarnir eru á leið í sumarfrí. Þá er kannski búið að tæma kennsludagskrána svo hóparnir koma oft eftir hádegi,“ segir hann.

Gætt er að sóttvörnum á ylströndinni að sögn Óttars. „Þetta gengur ágætlega. Það er náttúrlega spritt til staðar og hægt að þvo sér um hendurnar og slíkt,“ segir hann í Morgunblaðinun í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert