Funda um kjaradeilu skipverja Herjólfs

Fundurinn hefst klukkan ellefu á morgun.
Fundurinn hefst klukkan ellefu á morgun. Mynd/mbl.is

Stjórn Herjólfs ohf. fundaði í dag og ákvað að loknum fundi að bjóða fulltrúum Sjómannafélags Íslands og fulltrúum starfsmanna Herjólfs hjá Sjómannafélaginu á fund á morgun til að reyna finna mögulega lausn á kjaradeilunni sem varð til þess að Herjólfur hefur ekkert siglt í dag vegna vinnustöðvunar.

Fundurinn hefst klukkan ellefu á morgun.

Þetta staðfestir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., í samtali við mbl.is. Hann vill ekki segja til um það hvort hann sé bjartsýnn á að það þokist til í deilunni á fundinum á morgun en vonast til þess.

Vinnustöðvun um 20 skipverja Herjólfs hófst á miðnætti sl. nótt og lýkur á miðnætti í kvöld.

Önnur vinnu­stöðvun er boðuð eft­ir viku, frá miðnætti 14. júlí og mun hún standa yfir í þrjá sól­ar­hringa. Þriðja vinnu­stöðvun­in verður svo frá miðnætti 28. Júlí og mun hún standa yfir í þrjá sól­ar­hringa.

Ekki náðist í Jón­as Garðars­son, formann samn­inga­nefnd­ar Sjó­manna­fé­lags Íslands, við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert