Fyrirspurnir um sama efni 109

Björn Leví Gunnarsson
Björn Leví Gunnarsson mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrirspurnir þingmanna til ráðherra voru yfirgripsmiklar á 150. löggjafarþinginu, sem frestað var í fyrri mánuði. Þingið var að störfum frá 10. september til 17. desember 2019 og frá 20. janúar til 30. júní 2020.

Fram kemur í yfirliti á vef Alþingis að fyrirspurnir á þingskjölum voru samtals 514. Fyrirspurnir til munnlegs svars voru 62 og var 52 svarað en ein var kölluð aftur. 452 skriflegar fyrirspurnir voru lagðar fram og var 304 þeirra svarað en 158 bíða svars er þingi var frestað. Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra voru 312.

Fram kemur í yfirlitinu að Björn Leví Gunnarsson Pírati hefur verið þingmanna ötulastur að bera fram fyrirspurnir. Þær hafa verið 140 talsins sem af er 150. lögjafarþinginu. Munar þar mest um raðspurningar þingmannsins um lögbundin verkefni stofnana ríkisins og kostnað við verkefni þeim tengd. Þegar upp var staðið voru þær orðnar 109 talsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »