„Hvalaveisla“ rétt út af Reykjavík

„Ég hef verið í þessu í 10 ár og kollegi minn sjávarlíffræðingur hefur verið um borð í hvalaskoðunarskipum í 9 ár og þessar ferðir sem við höfum verið að fara núna í júlí hafa tvímælalaust verið á meðal okkar topp tíu ferða,“ segir Sveinn H. Guðmundsson, umhverfis- og gæðastjóri hjá Eldingu hvalaskoðun, í samtali við mbl.is.

Myndbandið hér að ofan er úr hvalaskoðun nú á dögunum, þar sem sjá má hnúfubak heilsa skipverjum.

Allt smekkfullt af lífi.
Allt smekkfullt af lífi. Ljósmynd/Elding hvalaskoðun

Allt smekkfullt af lífi

Fyrirtækið fór að bjóða upp á ferðir út á Faxaflóa á nýjan leik í lok júní eftir að allt hrundi í kjölfar faraldurs. „Fljótlega eftir að við byrjuðum að sigla aftur fórum við að sjá að allt er smekkfullt af lífi. Það vantar bara fólk til að koma að skoða,“ segir Sveinn. Ekki í fullri alvöru þó, því nokkuð er um gesti, þó að fjöldinn sé ekki sambærilegur því sem var á sama tíma í fyrra.

„Þetta er bara alger hvalaveisla,“ segir Sveinn. Hnúfubakur, höfrungar og fuglalíf, ekki nema í 40-50 mínútna siglingarfjarlægð frá Reykjavíkurhöfn. Sveinn segir Reykvíkinga suma ekki átta sig á hvað þetta er í raun handan við hornið, þó að meðvitund um það sé reyndar að aukast, ekki síst þar sem fólk beinir sjónum að ferðalögum innanlands og svo séu tilboðin að trekkja fólk að.

Til þessa hafa þetta verið mikið til Íslendingar, Danir, Þjóðverjar. Tvær ferðir eru farnar á dag, samanborið við sex á dag á sama tíma í fyrra. Frá 15. júní hafa tæp 25.000 sýni verið tekin á landamærunum, flest hjá erlendum ferðamönnum, þannig að þeir eru að verða æ fyrirferðarmeiri á ferðamannasvæðum landsins.

Hnúfubakur, höfrungar og máfar um 7-8 mílur út af Reykjavík.
Hnúfubakur, höfrungar og máfar um 7-8 mílur út af Reykjavík. Ljósmynd/Elding hvalaskoðun
Ljósmynd/Elding hvalaskoðun
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert