Með höfuðáverka eftir árás

mbl.is/Sigurður Bogi

Fimm eru vistaðir í fangageymslum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en fimmtíu mál voru bókuð hjá henni frá því klukkan 17 í gær þangað til klukkan 5 í morgun.

Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna óvelkomins manns í íbúðarhúsnæði í Breiðholti um kvöldmatarleytið í gær og vísaði lögreglan manninum út úr íbúðinni.

Tilkynnt var um líkamsárás og hótanir í Breiðholti um tvö í nótt. Lögreglan handtók gerandann og er hann vistaður í fangageymslu. Sá sem varð fyrir árásinni er með höfuðáverka og var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild.

Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna heimilisófriðar í vesturborginni. Karlmaður handtekinn og vistaður í fangageymslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert