Skiptinám í lausu lofti

„Það er enn svo mikil óvissa,“ segir forstöðumaður skrifstofu alþjóðasamskipta …
„Það er enn svo mikil óvissa,“ segir forstöðumaður skrifstofu alþjóðasamskipta hjá Háskóla Íslands. mbl.is/Hari

„Það er í raun ekki vitað hvað þetta mun koma til með að hafa áhrif. Það er enn svo mikil óvissa og þetta er mjög mismunandi eftir einstaka skólum,“ segir Friðrika Þóra Harðardóttir, forstöðumaður skrifstofu alþjóðasamskipta hjá Háskóla Íslands.

Greint var frá því á mbl.is í gær, mánudag, að landvistarleyfi stúdenta sem stunda nám í Bandaríkjunum verði felld úr gildi ef allir áfangar sem þeir eru skráðir í verða kenndir í fjarnámi í haust vegna kórónuveirufaraldursins.

Þetta kom fram í yfirlýsingu frá stofnuninni ICE sem fer með mál innflytjenda (US Immigration and Customs Enforcement).

Yaleháskóli mun bjóða upp á staðnám á haustönn
Yaleháskóli mun bjóða upp á staðnám á haustönn Wikipedia/Shmitra

Friðrika segir að ákvörðun bandarískra stjórnvalda muni hafa áhrif á nemendur sem stefna á nám hjá skólum sem hyggjast aðeins kenna í fjarkennslu, en að stefnur skóla í þeim málum séu afar ólíkar.

Friðrika segist taka eftir mikilli óvissu meðal þeirra sem vinna í alþjóðamálum í háskólum, og að fólk sé að reyna að leysa úr málum svo að það komi minnst niður á nemendum.

Noregur lokar fyrir skiptinema

Í frétt mbl.is kom fram að Harvard-háskóli hefur tilkynnt að skólinn muni aðeins bjóða upp á fjarnám á haustönn, en Friðrika segist vita um aðra skóla sem hafa tilkynnt að þeir muni bjóða upp á staðkennslu, Yaleháskóli til að mynda.

„Margir af okkar samstarfsskólum hafa ákveðið að hvorki taka á móti skiptinemum né senda, og þeir bera fyrir sig að þeir séu að hugsa um öryggi nemendanna.“

Margir af samstarfsskólum HÍ hafa ákveðið að taka ekki við …
Margir af samstarfsskólum HÍ hafa ákveðið að taka ekki við skiptinemum í haust. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Nær allir samstarfsskólar HÍ í Noregi hafa tilkynnt að þeir muni ekki taka við nemum, einnig margir skólar í Hollandi, Japan og Kína. Skólar í Suður-Kóreu munu hins vegar taka á móti nemendum.

„Það er mjög mismunandi hvaða ákvarðanir skólar hafa tekið,“ Segir Friðrika. Þá hafa sumir skóla hafa ákveðið að byrja fyrstu vikurnar í fjarkennslu, og meta svo stöðuna þegar líður á haustönn.

Friðrika segir að Háskóli Íslands muni fylgja tilmælum sóttvarnalæknis og stjórnvalda um hvernig skiptinámi verður háttað í skólanum í haust. Hún segir að HÍ muni taka við skiptinemum í haust, svo lengi sem þau uppfylli þau skilyrði sem yfirvöld gefa út.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert