Þrír skjálftar í nótt

Grjóthrun úr Gjögurtánni.
Grjóthrun úr Gjögurtánni. Ljósmynd/Sigurgeir Haraldsson

Þrír skjálftar tæplega þrír af stærð mældust norðvestur af Gjögurtá í nótt. Skjálftarnir voru 2,7, 2,8 og 2,9 stig.

Á sjöunda tímanum í gær  varð jarðskjálfti af stærð 3,5 um 15 km NV af Gjögurtá. Annar skjálfti af stærð 3,2 varð fyrr um daginn kl. 15:40. Þriðji skjálftinn yfir 3 að stærð varð rétt fyrir miðnætti. Tilkynningar hafa borist til Veðurstofu Íslands um að skjálftarnir fundust á svæðinu.

Frá því að jarðskjálftahrinan hófst 19. júní hefur sjálfvirkt jarðskjálftakerfi Veðurstofunnar staðsett yfir 10.000 skjálfta. Þrír skjálftar yfir 5 að stærð hafa mælst í hrinunni segir á vef Veðurstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert