Tjónvaldur undir áhrifum á stolnum bíl

Fangageymslur lögreglunnar á Hverfisgötu.
Fangageymslur lögreglunnar á Hverfisgötu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilkynnt var til lögreglu um umferðaróhapp í Breiðholti í gærkvöldi en þar hafði verið ekið á kyrrstæða bifreið. Ökumaður reyndist vera undir áhrifum og á stolinni bifreið. Maðurinn er vistaður í fangageymslu að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Nokkrar tilkynningar bárust til lögreglunnar í gærkvöldi og í nótt um fólk í annarlegu ástandi sem var til vandræða. Í flestum tilvikum var fólkið farið er lögregla kom á staðinn eða ekki þörf á aðstoð eða afskiptum lögreglu.

Tilkynnt um innbrot og þjófnað úr bílskúr í austurborginni og hafði ýmsu verið stolið þar. Jafnframt var tilkynnt um innbrot og þjófnað úr bílageymslu og var svartri Suzuki vespu stolið.     

Sex ökumenn voru teknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis og eða fíkniefna frá því 17 í gær þangað til klukkan 5 í morgun og einn var stöðvaður á 135 km hraða í Ártúnsbrekkunni á tíunda tímanum í gærkvöldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert