Upplýsingafundur um opnun landamæra

Frá upplýsingafundi almannavarna.
Frá upplýsingafundi almannavarna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar klukkan 14 í dag á Höfðatorgi.

Farið verður yfir stöðu mála varðandi opnun landamæra og COVID-19 faraldurinn hér á landi. 

Búast má við því að rætt verður um ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að láta af skimun fyrir kórónuveirunni eftir 13. júlí og afkastagetu veirufræðideildar Landspítalans að svo stöddu. 

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, tilkynnti í gær að þætti ÍE í skimun fyrir kórónuveirunni, meðal annars við landamærin, yrði lokið eftir næsta mánudag. Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á veirufræðideild Landspítalans, sagði í gær að deildin væri ekki í stakk búin til þess að taka við landamæraskimun fyrr en í lok ágúst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert