Fáar flugleiðir arðbærar án niðurgreiðslu ríkisins

Vegagerðin hefur opnað tilboð í flug frá Reykavík til Bíldudals, …
Vegagerðin hefur opnað tilboð í flug frá Reykavík til Bíldudals, Gjögurs og Hafnar í Hornafirði. Á myndinni aðstoðar flugmaður Ernis farþega um borð. mbl.is/Sigurður Bogi

Það er af sem áður var þegar flugleiðir í Íslandsflugi skiptu tugum og flogið var á hvert horn. Nú eru fáar leiðir taldar nægilega arðbærar án beinnar niðurgreiðslu úr ríkissjóði.

Í síðastliðnum mánuði var opnað tvískipt útboð Vegagerðarinnar í áætlunarflugi innanlands. Annars vegar voru boðnar út flugleiðirnar á Bíldudal/Gjögur og hins vegar á Höfn í Hornafirði.

Útboðið miðar að því að tryggja samgöngur í lofti og lágmarksfjölda ferða. Heildarkostnaðaráætlun hljómar uppá rúma 1,2 milljarða króna, en þrjú flugfélög buðu í verkin, Flugfélag Austurlands, Flugfélagið Ernir og Norlandair, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Athygli vekur að Flugfélag Austurlands (FA) bauð langlægst í verkið eða 60% af heildarkostnaðaráætlun. Félagið er ungt að árum, fékk starfsleyfi í apríl í fyrra og hefur eina fjögurra sæta vél til umráða. Aðspurður um hið lága tilboð segir Kári Kárason, framkvæmdastóri FA: „Við fórum út í þetta á okkar forsendum og þetta er niðurstaðan.“ Hann segir félagið tilbúið til að stækka hratt og hafi tilbúna samninga um kaup eða leigu á viðeigandi flugvélakosti og þjálfun áhafna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »