Íslendingur vann 2 milljónir króna

Einn Íslendingur var með allar Jókertölur í kvöld.
Einn Íslendingur var með allar Jókertölur í kvöld. Mynd/mbl.is

Enginn vann fyrsta vinning í útdrætti kvöldsins í Vikinglotto en tveir hlutu annan vinning og fá tæplega 18 milljónir króna hvor. Miðarnir voru keyptir í Danmörku og Noregi.

Einn Íslendingur var með allar réttar tölur í Jókernum í kvöld og fær því 2 milljónir króna í sinn hlut. Miðinn var keyptur á AK-INN á Akureyri. Þrír hlutu annan vinning og fá 100.000 krónur í sinn hlut. Einn miði var í áskrift, einn var keyptur á lotto.is og einn í lottó-appinu.

Vikinglotto tölur kvöldsins 4-11-16-20-25-44.

Jókertölur kvöldins 9-9-5-2-1.

mbl.is