Íslensk vegabréf í 12. sæti

Íslenskt vegabréf veitir aðgang inn í 180 lönd án vegabréfsáritunar.
Íslenskt vegabréf veitir aðgang inn í 180 lönd án vegabréfsáritunar. mbl.is/Hjörtur

Íslensk vegabréf eru í 12. sæti á lista yfir þau vegabréf sem veita aðgang að flestum löndum án vegabréfsáritunar, samkvæmt samantekt Henley and Partners.

Íslenskt vegabréf veitir aðgang að 180 löndum án vegabréfsáritunar, og situr í 12. sæti ásamt slóvenska og lettneska vegabréfinu. Á toppi listans trónir japanska vegabréfið, en þeir sem það bera hafa aðgang að 191 landi án vegabréfsáritunar. Þar á eftir kemur Singapúr með 190 lönd og Suður-Kórea og Þýskaland prýða svo 3. sætið með aðgangi að 189 löndum.

Neðst á lista Henley and Partners eru Afganistan, Írak og Sýrland, en handhafar þesslenskra vegabréfa hafa aðeins aðgang að 26, 28 og 29 löndum án vegabréfsáritunar.

mbl.is