Loka Vestfjarðagöngum vegna viðgerða

Vestfjarðagöngum verður lokað á tímabili annað kvöld.
Vestfjarðagöngum verður lokað á tímabili annað kvöld. mbl.is/Sigurður Bogi

Vestfjarðagöng á milli Tungudals og gatnamóta við Breiðadals- og Botnsdalslegg verða lokuð á morgun á milli klukkan 22:00 og 01:00 vegna malbiksviðgerða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framkvæmdaaðilanum Hlaðbær Colas.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin geta verið þröng og menn verða við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

mbl.is