Sjö ný smit við landamærin

Sjö jákvæð sýni greindust við landamæraskimun í gær.
Sjö jákvæð sýni greindust við landamæraskimun í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjö ný smit kórónuveirunnar greindust við landamæraskimun í gær, þar af eru tvö óvirk og beðið er eftir mótefnamælingu vegna hinna fimm. 

20 eru nú í einangrun og 204 í sóttkví eftir því sem fram kemur á Covid.is.

Alls voru 1685 sýni tekin við landamæraskimun í gær og 180 á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Ekkert sýni var tekið hjá Íslenskri erfðagreiningu í gær. Tæplega 26.000 sýni hafa verið tekin við landamæraskimun frá 15. júní. 

59 hafa greinst með kórónuveiruna við landamæri Íslands. Þar af eru 43 smit óvirk, 11 virk og beðið er eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu vegna þeirra 5 jákvæðu sýna sem greindust í gær. 

mbl.is