Skerðing á akstri Strætó

Leggurinn eftir Hraunsás verður lokaður fyrir leið 5 í dag.
Leggurinn eftir Hraunsás verður lokaður fyrir leið 5 í dag.

Miklar skerðingar verða á leið 5 í Árbæ og Norðlingaholti vegna vegaframkvæmda í dag, miðvikudag, samkvæmt upplýsingum frá Strætó. 

Frá klukkan 09:00 mun Selásbraut og allt Norðlingaholtið lokast fyrir Strætó. Biðstöðin Hraunsás verður því endastöðin fyrir leið 5 yfir stóran hluta dagsins. 

Ekki er vitað hvenær vegavinnan klárast í dag en stjórnstöð Strætó mun upplýsa á heimasíðu og Twitter þegar akstur á leið 5 kemst í eðlilegt horf.  

mbl.is