Tóbaksþjófar kallaðir fyrir dóm

Þjófarnir stungu inn á sig sígarettum en slepptu áfenginu.
Þjófarnir stungu inn á sig sígarettum en slepptu áfenginu. mbl.is/Helgi Bjarnason

Héraðsdómur Reykjaness hefur með tilkynningu í Lögbirtingablaðinu kallað fyrir dóminn tvo ríkisborgara Litháen vegna þess sem kallað er stórfelldur þjófnaður á reyktóbaki úr Fríhafnarversluninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Fram kemur í ákæru lögreglustjórans á Suðurnesjum að fjórir Litháar hafi á tímabilinu 22. október 2017 til 31. desember 2018 í alls 8 skipti keypt sér flugmiða, innritað sig í flug, farið í Fríhafnarverslanirnar, þar sem þeir tóku mörg karton af sígarettum ófrjálsri hendi en yfirgáfu flugstöðina svo án þess að fara um borð í loftförin.

Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Í málinu liggur fyrir einkaréttarkrafa Fríhafnarinnar ehf. um að ákærðu verði dæmdir til greiðslu skaðabóta, samtals að fjárhæð krónur 13.266.000.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert