Umferðartafir á Reykjanesbraut

Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni má búast við töfum á Reykjanesbraut …
Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni má búast við töfum á Reykjanesbraut milli Strandgötubrúar og Krýsuvíkurgatnamóta milli kl. 16 og 18.

Vegna malbikunarframkvæmda á suðurakbraut Reykjanesbrautar á milli Strandgötubrúar og Krýsuvíkurgatnamóta í dag verður umferð frá Keflavík færð á hjáleið um Krýsuvíkurgatnamót og Ásbraut og umferð frá Reykjavík færð á hjáleið um Krýsuvíkurgatnamót.

Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni má búast við töfum á Reykjanesbraut milli Strandgötubrúar og Krýsuvíkurgatnamóta milli klukkan 16 og 18 og eru vegfarendur hvattir til að fylgja merkingum á vinnusvæðinu og virða hámarkshraða.

mbl.is