Varðskip bjargaði vatnsbirgðum Flateyjar

Varðskipið Týr gnæfir yfir fiskiskipaflota Flateyinga í höfninni. Vatni var …
Varðskipið Týr gnæfir yfir fiskiskipaflota Flateyinga í höfninni. Vatni var dælt á vatnsgeymi Flateyinga. Ljósmynd/Heimir

„Við vorum orðin afskaplega vatnstæp. Baldur er bilaður og við urðum að útvega okkur vatn með öðrum hætti,“ segir Magnús A. Jónsson, bóndi í Krákuvör í Flatey og eftirlitsmaður Flateyjarveitna. Varðskipið Týr fyllti á stóra vatnstankinn þannig að nú er Flatey aftur í góðum málum.

Vatnsveita Flateyjar grundvallast á vatni sem Breiðafjarðarferjan Baldur flytur úr Stykkishólmi og er vatni dælt úr skipinu á meðan stoppað er í Flatey. Hefur yfirleitt verið hægt að halda uppi góðum vatnsbirgðum með því móti.

Mikil vatnsnotkun er í Flatey á sumrin. Margir ferðamenn bætast þá við eigendur sumarhúsanna sem eru þétt setin á þessum tíma. Mikið var um að vera um helgina og voru þá á þriðja hundrað manns í eynni. Magnús segir að flestir gestirnir séu Íslendingar og þeir gæti ekki eins vel að því að spara vatn og erlendir ferðamenn.

Þegar ískyggilega lítið var eftir í vatnstanknum var leitað til Landhelgisgæslunnar. Hún hefur áður hjálpað til við vatnsflutninga við svipaðar aðstæður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »