Ætla að andmæla lögfræðiálitinu

Fjallað var um í kvöldfréttum RÚV að Sigríður Björk Guðjónsdóttir …
Fjallað var um í kvöldfréttum RÚV að Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hygðist vinda ofan af ákvörðun forvera síns í starfi, Haralds Johannessen. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur lögfræðiálit sem núverandi ríkislögreglustjóri aflaði fái ekki staðist og vinnur að öðru lögfræðiáliti því til andmæla.

Þetta segir Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við mbl.is. Greint var frá því í kvöldfréttum RÚV að Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hygðist vinda ofan af ákvörðun forvera síns í starfi, Haralds Johannessen, um samninga sem gerðir voru við níu yfirlögregluþjóna um að færa fasta yfirvinnutíma þeirra inn í grunnlaun, sem gefur þeim þar af leiðandi aukin grunnlaun.

Jón F. Bjartmarz.
Jón F. Bjartmarz.

Samkvæmt lögfræðiálitinu, sem unnið var af Forum lögmönnum, hafði Haraldur ekki heimild til að skuld­binda líf­eyr­is­sjóð starfs­manna rík­is­ins og að samn­ing­arn­ir hafi ekki stoð í lög­um og stofn­ana­samn­ingi ríkslög­reglu­stjóra og Lands­sam­bands lög­reglu­manna og að vegna þess að þeir byggi ekki á lög­mæt­um sjón­ar­miðum séu þeir ógild­an­leg­ir.

„Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur að það fái ekki staðist, þetta álit og við munum andmæla því,“ segir Jón í samtali við mbl.is.

Þá bendir hann á að bæði dómsmála-og fjármálaráðherra hafi staðfest að Haraldur hafi haft heimild til þess að gera samningana.

„Rík­is­lög­reglu­stjóri svaraði þeim spurn­ing­um og vanga­velt­um sem ég var með og af hans skýr­ing­um er ljóst að hann hafði fulla heim­ild til þess­ara ákv­arðana,“ var haft eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í viðtali um málið í nóvember á síðasta ári. Þá segir í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins, vegna málsins að all­ir for­stöðumenn stofn­ana rík­is­ins fari með fyr­ir­svar um rétt­indi og skyld­ur starfs­manna sinna og hafi því heim­ild til að gera breyt­ing­ar á sam­setn­ingu heild­ar­launa starfs­manna í sam­ræmi við kjara- og stofn­ana­samn­inga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert