Drengskaparvottorð dugar nú

Ljósmynd/Íris Ann Sigurðardóttir

Reglugerð um könnun hjónavígsluskilyrða hefur verið breytt og undanþáguákvæði skotið inn í hana þegar aðstæður eru sérstakar. Vakin er athygli á þessari breytingu í frétt á vef þjóðkirkjunnar.

Þegar prestur er beðinn um að gefa fólk saman þarf hann (eins og aðrir vígslumenn) að kanna hvort hjónaefni uppfylli ákveðin lagaleg skilyrði til að ganga í hjónaband. Fyllt er út svokallað könnunarvottorð og þar koma fram upplýsingar sem hjónaefni veita vígslumanni, segir í fréttinni.

Reglugerðarbreyting var undirrituð af dómsmálaráðherra 29. júní sl. Hún hljóðar svo: „Ef hjónaefni, sem hlotið hefur íslenskan ríkisborgararétt eða fengið alþjóðlega vernd hér á landi, skýrir frá því að ekki sé unnt að afla fæðingarvottorðs frá erlendu yfirvaldi samkvæmt 1. tl. 1. mgr. reglugerðar um könnun hjónavígsluskilyrða er könnunarmanni heimilt við sérstakar aðstæður að veita undanþágu frá því skilyrði. Hjónaefni skal þá leggja fram drengskaparvottorð sitt um að hjúskapur fari ekki gegn ákvæðum 9. og 10. gr. hjúskaparlaga.“

Þau eru orðrétt: 9. gr. Hvorki má vígja skyldmenni í beinan legg né systkin. 10. gr. Kjörforeldri og kjörbarn mega ekki giftast hvort öðru nema ættleiðing sé niður felld.

Sýslumenn og sjá um könnun á hjónavígsluskilyrðum ef annað hjónaefna eða bæði eiga ekki lögheimili hér á landi. sisi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert