Einkaflugvélar hafa streymt til landsins

Bresk einkaþota af gerðinni Embraer Legacy 135BJ lenti á Reykjavíkurflugvelli …
Bresk einkaþota af gerðinni Embraer Legacy 135BJ lenti á Reykjavíkurflugvelli í vikunni. Stafsmenn Reykjavík FBO taka við farþegunum. mbl.is/Árni Sæberg

38 voru skimaðir í gær sem komu til landsins utan almennrar farþegaumferðar, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu. Nær öll almenn flugumferð hrundi í kórónuveirunni en hrunið var ekki eins mikið í einkafluginu.

Það var fljótara á flug aftur og til marks um það er sú tölfræði að maí og júní voru aðeins 50% verri mánuðir fyrir flugafgreiðsluaðilann Ace FBO en sömu mánuðir í fyrra. Prósenturnar voru ekki eins mildar í almennum flugrekstri.

Það var mikið að gera í fyrradag hjá Stefáni Smára Kristinssyni, rekstrarstjóra Ace FBO. Fyrirtækið tók á móti sex einkavélum á flugvellinum, en tvær lentu til viðbótar á vegum keppinautarins, Reykjavík FBO, sem tók vel að merkja við vélinni sem sjá má á myndunum hér. Sóttvarnalög fara ekki í manngreinarálit og auðugir farþegar einkavélanna þurfa að velja á milli sóttkvíar og skimunar eins og aðrir. Hana framkvæmir hjúkrunarfræðingur á vegum heilsugæslunnar, sem mætir á flugvöllinn þegar þörf krefur. Að sögn Stefáns hefur því sem áður var VIP-húsnæði á flugvellinum á bak við Hótel Natura verið breytt í skimunaraðstöðu fyrir farþega einkaflugvéla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »