Gríska gæslan fær Rafnar

Fyrsti báturinn af tíu sem gríska strandgæslan hefur keypt.
Fyrsti báturinn af tíu sem gríska strandgæslan hefur keypt. Ljósmynd/Rafnar

Gríska landhelgisgæslan tekur í kvöld við fyrsta Rafnar 1100-björgunar- og eftirlitsbátnum en hún hefur fest kaup á tíu bátum af þeirri gerð. Hinir bátarnir verða afhentir á næstu mánuðum.

Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, verður viðstaddur formlega sjósetningu bátsins og gríska ríkissjónvarpið verður með beina útsendingu frá henni.

Bátarnir eru smíðaðir hjá Rafnar Hellas samkvæmt framleiðsluleyfi frá Rafnari ehf. Rafnar 1100-bátarnir eru byggðir samkvæmt hönnun Össurar Kristinssonar, stofnanda Rafnars og Össurar hf. Þeir hafa mikla sjóhæfni, eru hraðskreiðir, jafnvel í úfnum sjó, og sparneytnir.

Rafnar ehf. hefur kynnt til sögunnar nýjan bát, Rafnar 1430. Hann er 14,3 metra langur og bæði rúmgóður og burðarmikill, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi viðskipti í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert