Hraðari aðlögun en spáð var

Jarðböðin við Mývatn. Sérfræðingur segir bata í ferðaþjónustu munu hafa …
Jarðböðin við Mývatn. Sérfræðingur segir bata í ferðaþjónustu munu hafa mikil áhrif á atvinnuleysið. mbl.is/Baldur Arnarson

Fólki á hlutabótum hefur fækkað úr 33 þúsund í sjö þúsund síðan í apríl. Hafa því um 26 þúsund farið af skránni síðan mest var í apríl. Hlutabæturnar voru neyðarúrræði vegna tekjufalls í fjölda atvinnugreina vegna kórónuveirunnar.

Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, reiknar með að flestir verði farnir af hlutabótaleiðinni í lok júlímánaðar. Það sé umtalsvert fyrr en áður var ætlað.

Sjá ekki fram á bata í sumar

Karl segir tvennt skýra þessa hröðu fækkun. Annars vegar að fyrirtækin sjái ekki fram á að reksturinn komist í gang að einhverju marki fyrr en í vetur eða næsta vor. Því sé skynsamlegast að setja fólk á uppsagnarfrest. Hins vegar að starfsemi sé að komast í gang aftur og fyrirtækin að endurráða fólk í fullt starf. Þá kunni breytt skilyrði um hlutabæturnar frá mánaðamótum að hafa eitthvað að segja.

Niðurstaðan sé hraðari fækkun á skránni en spáð var, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Það fækkar einfaldlega mjög hratt á skránni. Við reiknum með að það hafi verið öðrum hvorum megin við sjö þúsund manns á hlutabótum í lok júní en þeir voru um 17 þúsund í lok maí. Það var miklu meiri fækkun í júní en við reiknuðum með. Við áætluðum í byrjun júní að fólki á hlutabótaleiðinni myndi fækka nokkuð jafnt og þétt til ágústloka og að um tíu þúsund yrðu á skránni í júnílok. Þetta er hins vegar að gerast hraðar,“ segir Karl um þróunina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »