Jarðskjálfti að stærð 3,3 við Grindavík

Skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á svæðinu undanfarna mánuði í tengslum …
Skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á svæðinu undanfarna mánuði í tengslum við aflögun vegna kvikuinnskota í jarðskorpunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jarðskjálfti að stærð 3,3 varð 3,5 km norðaustur af Grindavík kl. 16:12 í dag og hafa Veðurstofunni borist tilkynningar um að skjálftans hafi orðið vart í Grindavík og Reykjanesbæ.

Skjálftinn er sá stærsti á svæðinu síðan 13. júní, en þá mældist skjálfti af stærð 3,5 á svipuðum slóðum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á svæðinu undanfarna mánuði í tengslum við aflögun vegna kvikuinnskota í jarðskorpunni. Á svipuðum tíma og skjálftinn varð jókst skjálftavirkni á svæðinu og nú mælist fjöldi minni skjálfta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert