Olli slysi í vímu og á stolinni bifreið

Maður, sem er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku Landspítalans í gærkvöldi eftir að hafa velt stolinni bifreið.

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að tilkynnt hafi verið um slys á Reykjanesbraut skömmu eftir klukkan 21 í gærkvöldi. Þar hafði bifreið verið ekið á vegskilti og síðan á ljósastaur. Bifreiðin valt að lokum nokkrar veltur. Ljósastaurinn féll og lenti aftan á annarri bifreið. Lögreglan veit ekki hversu alvarleg meiðsl mannsins eru en mesta mildi er að aðrir slösuðust ekki.

Ökumaður sem var stöðvaður í Austurbænum (hverfi 104) klukkan 16:05 reyndist vera undir áhrifum fíkniefna. Hann er grunaður um brot á vopna- og lyfjalögum og fleiri brot.  Maðurinn, sem hefur ítrekaður verið stöðvaður af lögreglu í umferðinni sviptur ökuréttindum, var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Lögreglan stöðvaði síðan annan ökumann í næsta hverfi (105) tveimur tímum síðar og reyndist hann vera undir áhrifum fíkniefna og með fíkniefni á sér. Sá þriðji var stöðvaður á Breiðholtsbrautinni  síðdegis og er hann grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.

Í gærkvöldi  þurfti að flytja mann sem hafði dottið af rafmagnshjóli í Heiðmörk með sjúkrabifreið á bráðamóttöku Landspítalans en hann fann til svima og verkjaði í vinstri hlið líkamans, mjöðm, öxl, bringu og bak.  

16:40  

Stöð 4 Grafarvogur-Mosfellsbær-Árær.

 

21

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert