Aldrei fleiri sýni tekin á landamærum

Tíu sýnatökubásar bíða ferðamanna sem koma til landsins.
Tíu sýnatökubásar bíða ferðamanna sem koma til landsins. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Samtals 2.300 sýni voru tekin til að skima fyrir Covid-19 sjúkdóminum í gær hér á landi. Við landamæraskimun voru tekin 2.159 sýni, en þau hafa aldrei verið fleiri. 141 sýni var tekið á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.

Samtals greindust fjögur smit, þar af þrjú sýni með mótefni og eitt þar sem beðið er eftir mótefnamælingu. Ekkert smit greindist innanlands.

Samtals eru nú 17 í einangrun og 139 í sóttkví, en enginn er á sjúkrahúsi vegna faraldursins.

Samtals hafa 29.450 sýni verið greind á landamærum landsins síðan 15. júní.

mbl.is