Eldsupptök aldrei upplýst

Ráðherrabústaðurinn á Þingvöllum í ljósum logum aðfaranótt 10. júlí 1970. …
Ráðherrabústaðurinn á Þingvöllum í ljósum logum aðfaranótt 10. júlí 1970. Hann brann til grunna á rétt um einni klukkustund. Ljósmynd/Sakadómur Reykjavíkur/Jón Eiríksson.

Í dag er liðin hálf öld frá harmleiknum á Þingvöllum aðfaranótt 10. júlí 1970, þegar ráðherrabústaðurinn brann til kaldra kola. Af því tilefni efnir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, síðdegis til minningarathafnar fyrir boðsgesti á Þingvöllum.

Í brunanum létust Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, kona hans Sigríður Björnsdóttur og fjögurra ára gamall dóttursonur þeirra, Benedikt Vilmundarson. Morgunblaðið fjallar um atburðinn í dag. Blaðið fékk aðgang að öllum gögnum rannsóknarinnar sem gerð var á orsökum eldsvoðans. Þau eru varðveitt í Þjóðskjalasafni Íslands. Atburðirnir á Þingvöllum þessa örlagaríku nótt hafa ekki áður verið raktir á grundvelli þessara heimilda, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Bjarni hafði aðeins ætlað að gista í ráðherrabústaðnum eina nótt og halda síðan snemma morguns vestur á Snæfellsnes og sækja þar héraðsmót Sjálfstæðisflokksins sem fyrirhuguð voru næstu daga. Kalt var í veðri á Þingvöllum, þótt hásumar væri, þegar þau þrjú komu þangað síðdegis 9. júlí, og um kvöldið og nóttina hellirigndi og hvessti verulega. Þegar hollenskir ferðamenn urðu fyrir tilviljun eldsins varir um hálftvö um nóttina var ekki vitað hvort einhverjir væru í bústaðnum. Hann varð alelda á skömmum tíma. Þegar lögregla og slökkvilið frá Reykjavík komu um klukkutíma síðar var bústaðurinn brunninn til grunna. Brunarannsóknin leiddi ekkert í ljós svo óyggjandi væri um upptök eldsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »