Fátt um svör varðandi Huawei

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. mbl.is/Hari

Ráðherrar ýmist afþökkuðu viðtal eða svöruðu ekki skilaboðum vegna fyrirspurnar um kínverska fjarskiptarisann Huawei. Nova og Vodafone nota búnað frá Huawei.

Hefur notkun búnaðar Huawei verið umdeild á Vesturlöndum að undanförnu, ekki síst af öryggisástæðum.

Rætt var við Kenneth Fredriksen, aðstoðarforstjóra Huawei á Norðurlöndum, í Morgunblaðinu í fyrradag. Þar kvaðst hann ekki óttast að íslensk stjórnvöld myndu banna félaginu að starfa á Íslandi vegna þrýstings frá Bandaríkjastjórn.

Ekki náðist í Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra vegna málsins. Upplýsingafulltrúi og aðstoðarmaður hans tóku við skilaboðum um að óskað væri viðtals við ráðherrann, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert