Meiri áhersla verði lögð á dýravernd

Lagt er m.a. til að bannað verði að veiða ófleyga …
Lagt er m.a. til að bannað verði að veiða ófleyga fuglsunga. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Drög að frumvarpi til laga um vernd, velferð og veiðar villtra fugla og villtra spendýra eru nú til kynningar og umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er lögð til heildarendurskoðun á gildandi lögum frá 1994 um málaflokkinn.

Á meðal breytinga sem lagðar eru til er að meiri áhersla verði lögð á dýravernd og dýravelferð en í gildandi lögum. Þá er lagt til að sérstakar stjórnunar- og verndaráætlanir verði gerðar fyrir alla helstu stofna og tegundir villtra dýra. Þær verði helsta stýritækið við töku ákvarðana á grundvelli laganna.

Gerð stjórnunar- og verndaráætlana verði samvinnuverkefni Náttúrufræðistofnunar Íslands og Umhverfisstofnunar (UST). Válistar verði lögfestir með tilteknum réttaráhrifum að lögum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert