Á kafi í ruslagámi

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann í annarlegu ástandi sem var á kafi í ruslagámi við tjaldsvæði í Hlíðunum í Reykjavík í dag. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en ekki fylgir sögunni hvernig afskiptum lögreglu af manninum lauk.

Þá var tilkynnt um menn í handalögmálum í sama hverfi og var hnífamaðurinn afvopnaður og báðir þeir sem áttu í átökunum voru færðir í fangageymslur.

Tilkynnt var um umferðaróhapp í Kópavogi og reyndir ökumaðurinn að komast undan á hlaupum, en hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa.

Þá tilkynnti Strætó um notaða sprautunál í vagni á leið 1.

mbl.is