Gæti náð 20 stigum

Keppendur á Símamótinu í Kópavogi þurfa væntanlega ekki að bera …
Keppendur á Símamótinu í Kópavogi þurfa væntanlega ekki að bera á sig sólarvörn um helgina ef marka má veðurspána fyrir helgina. mbl.is/Arnþór Birkisson

Hlýjast verður á Suðausturlandi í dag en á morgun verður hlýjast á Austurlandi og gæti hitinn þar náð 20 stigum. Víða er von á hellidembum á morgun, sunnudag.

„Hæg breytileg átt fyrri hluta dags, en eftir hádegi verða víða suðvestan 3-10 m/s.
Súld eða dálítil rigning vestan til á landinu, annars skýjað að mestu og stöku skúrir um landið norðaustanvert síðdegis. Hiti 10 til 18 stig yfir daginn, hlýjast á Suðausturlandi.

Sunnan gola eða kaldi á morgun. Víða rigning eða skúrir, og líkur á hellidembum norðaustanlands seinnipartinn. Það hlýnar heldur og hitinn gæti náð 20 stigum á Austurlandi.

Á mánudag er svo útlit fyrir hæglætis veður með skúrum í flestum landshlutum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Veðurhorfur næstu daga

Hæg breytileg átt, en suðvestan 3-10 m/s eftir hádegi.
Súld eða dálítil rigning V-til, annars skýjað og stöku skúrir um landið NA-vert síðdegis. Hiti 10 til 18 stig yfir daginn, hlýjast SA-lands.

Á sunnudag:

Suðlæg átt 3-10 m/s. Víða rigning eða skúrir og hellidembur NA-lands síðdegis. Hiti 11 til 19 stig, hlýjast NA-til.

Á mánudag:
Hæg breytileg átt, skýjað og sums staðar lítilsháttar rigning. Hiti yfirleitt 10 til 15 stig.

Á þriðjudag:
Suðaustlæg átt 3-8 m/s. Víða skúrir, en úrkomulítið A-lands. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag:
Vaxandi suðlæg átt og rigning en þurrt að kalla NA-til. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast A-lands.

Á fimmtudag:
Suðvestan 8-13 og skúrir, en bjart með köflum A-til. Hiti breytist lítið.

Á föstudag:
Útlit fyrir breytilega átt með skúrum í flestum landshlutum.

Veðrið á mbl.is

mbl.is