Gestirnir stálu tölvum

AFP

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um þjófnað á heimili í miðborginni (hverfi 101) í morgun. Þar höfðu gestir á heimili stolið tölvum frá húsráðenda sem hafði brugðið sér frá. Ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvort tekist hafi endurheimta tölvurnar. 

Jafnframt var tilkynnt um þjófnað á tösku úr starfsmannaaðstöðu fyrirtækis í Austurbænum (hverfi 103) og að ýtt hafi verið við verslunarstjóra í verslun í Garðabænum. 

Tilkynnt var til lögreglu um lausa hunda á golfvelli í Grafarholtinu (hverfi 113).

mbl.is