Heppinn miðaeigandi fær 33 milljónir

Þrefaldur Lottópottur gekk út í lottóútdrætti kvöldsins og hlýtur sá heppni, sem keypti vinningsmiðann á Vestur Restaurant á Patreksfirði, 33,7 milljónir í vinning.

Tveir voru með annan vinning og fá 304 þúsund krónur hvor. Annar miðinn var keyptur í Happahúsinu Kringlunni og hinn var í áskrift.

Enginn var með fimm réttar tölur í Jókernum í kvöld, en fjórir voru með fjórar réttar tölur í réttri röð og hlýtur hver um sig 100 þúsund krónur. Einn miðanna var keyptur á Lottó.is, einn í Kjörbúðinni á Grundarfirði og tveir voru með miða í áskrift.

mbl.is